Kostnaður flugfélaga hleypur á milljónum 16. apríl 2010 03:45 óvissa Fjórtán flugvélar Icelandair og fjórar á vegum Iceland Express eiga áætlaða brottför frá Keflavíkurflugvelli í dag. Raskist áætlun vegna gossins eiga farþegar sem verða strandaglópar ríkan rétt.Fréttablaðið/ Pjetur Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. Icelandair útvegaði ferðamönnum sem urðu strandaglópar á Keflavíkurflugvelli í gær gistingu og máltíðir. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir að þetta sé skylt að gera samkvæmt Evrópureglum um réttindi neytenda. „Við vitum ekki hvað þetta mun kosta," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi en kostnaður félagsins væri mikill og hlypi á milljónum. Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að farþegar tveggja véla félagsins hefðu orðið strandaglópar en heimild var veitt fyrir flugi þess til Alicante síðdegis í gær. „Þetta er ekki eitthvað sem menn geta vátryggt sig gegn," segir Agnar Óskarsson, deildarstjóri hjá VÍS, um það hvort viðskiptavinir geti fengið bætt tjón vegna þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir erlendis en geta ekki nýtt þar sem þeir komast ekki í flug á réttum tíma. Engar tryggingar bæta tjón ferðamanna vegna náttúruhamfara á borð við eldgos, segir Agnar. peturg@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. Icelandair útvegaði ferðamönnum sem urðu strandaglópar á Keflavíkurflugvelli í gær gistingu og máltíðir. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir að þetta sé skylt að gera samkvæmt Evrópureglum um réttindi neytenda. „Við vitum ekki hvað þetta mun kosta," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi en kostnaður félagsins væri mikill og hlypi á milljónum. Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að farþegar tveggja véla félagsins hefðu orðið strandaglópar en heimild var veitt fyrir flugi þess til Alicante síðdegis í gær. „Þetta er ekki eitthvað sem menn geta vátryggt sig gegn," segir Agnar Óskarsson, deildarstjóri hjá VÍS, um það hvort viðskiptavinir geti fengið bætt tjón vegna þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir erlendis en geta ekki nýtt þar sem þeir komast ekki í flug á réttum tíma. Engar tryggingar bæta tjón ferðamanna vegna náttúruhamfara á borð við eldgos, segir Agnar. peturg@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira