Hljóðfærið sem stal HM 15. júní 2010 16:03 Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu byrjaði ekki neitt sérstaklega hressilega í þetta skiptið. Það sem helst stóð upp úr eftir fyrstu dagana var hávaðinn á fótboltavöllum Suður-Afríku, sem orsakast af hinu skrýtna en nú heimsþekkta hljóðfæri vuvuzela. Þessir einkennilegu lúðrar hafa öðru fremur stolið senunni á mótinu. Að minnsta kosti hafa nógu fjandi margir tjáð sig um það í hinum ýmsu fjölmiðlum, svo ekki sé minnst á Facebook, þar sem mér skilst að endalaust margir séu komnir í hópa þar sem andúð er lýst á fyrirbærinu. Þetta hljóðfæri, ef svo er hægt að kalla fyrirbærið, er mjög vinsælt meðal fótboltaáhugafólks í Suður-Afríku. Það þykir orðið nauðsynlegur fylgihlutur á völlinn, og er til í litum allra helstu liðanna. Suður-afrískt fótboltaáhugafólk hlýtur líka að vera með einstaklega vel heppnuð lungu, þar sem það virðist aldrei hætta að blása – nema rétt kannski í leikhléi. Svo krefst það víst líka mikillar kunnáttu að blása í þetta eins metra langa ferlíki sem heimamenn halda fram að hljómi í raun og veru eins og fíll, þó að við sem heima sitjum heyrum frekar í hóp reiðra býflugna. fjölmargir hafa fjölmargir kvartað undan þessu eintóna býflugnahljóði, allt frá áhorfendum til leikmanna, sem einhverjir hafa meira að segja gengið svo langt að kenna um tap sinna manna. Það er nú kannski fulllangt gengið, enda þótt hljóðið sé þokkalega pirrandi er það ekki ástæða þess að menn sem hafa atvinnu sína af þessari íþrótt geti hreinlega ekki unnið leik. Suður-Afríkumenn virðast hafa verið að undirbúa eintóna spilamennskuna allt frá því að tilkynnt var að mótið færi þar fram, fyrir heilum sex árum. Daginn sem tilkynningin barst seldust allavega tugþúsundir eintaka af lúðrinum. Þeir lifa líka víst í þeirri blekkingu, blessaðir, að hver einasti áhorfandi muni kaupa vuvuzela í massavís til að fara með til síns heima þegar mótinu lýkur. Hvort sem þið trúið því eða ekki er til fólk sem hefur notað þetta svokallaða hljóðfæri í tónlist þarna, meira að segja hefur það verið notað í sinfóníuhljómsveitum. Það sem meira er: það er í fúlustu alvöru til stór hljómsveit í Suður-Afríku þar sem allir spila á vuvuzela. Allir í hljómsveitinni. Það fylgir ekki sögunni hversu vinsæl hljómsveitin er… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu byrjaði ekki neitt sérstaklega hressilega í þetta skiptið. Það sem helst stóð upp úr eftir fyrstu dagana var hávaðinn á fótboltavöllum Suður-Afríku, sem orsakast af hinu skrýtna en nú heimsþekkta hljóðfæri vuvuzela. Þessir einkennilegu lúðrar hafa öðru fremur stolið senunni á mótinu. Að minnsta kosti hafa nógu fjandi margir tjáð sig um það í hinum ýmsu fjölmiðlum, svo ekki sé minnst á Facebook, þar sem mér skilst að endalaust margir séu komnir í hópa þar sem andúð er lýst á fyrirbærinu. Þetta hljóðfæri, ef svo er hægt að kalla fyrirbærið, er mjög vinsælt meðal fótboltaáhugafólks í Suður-Afríku. Það þykir orðið nauðsynlegur fylgihlutur á völlinn, og er til í litum allra helstu liðanna. Suður-afrískt fótboltaáhugafólk hlýtur líka að vera með einstaklega vel heppnuð lungu, þar sem það virðist aldrei hætta að blása – nema rétt kannski í leikhléi. Svo krefst það víst líka mikillar kunnáttu að blása í þetta eins metra langa ferlíki sem heimamenn halda fram að hljómi í raun og veru eins og fíll, þó að við sem heima sitjum heyrum frekar í hóp reiðra býflugna. fjölmargir hafa fjölmargir kvartað undan þessu eintóna býflugnahljóði, allt frá áhorfendum til leikmanna, sem einhverjir hafa meira að segja gengið svo langt að kenna um tap sinna manna. Það er nú kannski fulllangt gengið, enda þótt hljóðið sé þokkalega pirrandi er það ekki ástæða þess að menn sem hafa atvinnu sína af þessari íþrótt geti hreinlega ekki unnið leik. Suður-Afríkumenn virðast hafa verið að undirbúa eintóna spilamennskuna allt frá því að tilkynnt var að mótið færi þar fram, fyrir heilum sex árum. Daginn sem tilkynningin barst seldust allavega tugþúsundir eintaka af lúðrinum. Þeir lifa líka víst í þeirri blekkingu, blessaðir, að hver einasti áhorfandi muni kaupa vuvuzela í massavís til að fara með til síns heima þegar mótinu lýkur. Hvort sem þið trúið því eða ekki er til fólk sem hefur notað þetta svokallaða hljóðfæri í tónlist þarna, meira að segja hefur það verið notað í sinfóníuhljómsveitum. Það sem meira er: það er í fúlustu alvöru til stór hljómsveit í Suður-Afríku þar sem allir spila á vuvuzela. Allir í hljómsveitinni. Það fylgir ekki sögunni hversu vinsæl hljómsveitin er…
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun