Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2010 18:37 Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira