Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2010 18:37 Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn Grikklands kom saman til fundar í morgun og var fundi hennar sjónvarpað beint. Þar kom fram að ríkisstjórnin hafi gengið frá samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau 16 ríki Evrópusambandsins sem nota evruna um lán upp á 21 þúsund milljarða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota. Þetta eru tæpar tvær milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu sem er svipuð upphæð og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nokkurra þjóðríkja gerir ráð fyrir að Ísland taki að láni á hvert mannsbarn hér á landi. Efnahagsáætlun AGS og evruríkjanna gerir ráð fyrir að Grikkir nái fjárlagahalla sínum undir 3 prósent af landsframleiðslu fyrir árið 2014. En hallinn er nú 13,6 prósent af landsframleiðslu. Til þess að svo megi verða þurfa Grísk stjórnvöld að hækka skatta og skera niður útgjöld, með lækkun launa og lífeyris opinberra starfsmanna. Þá verða útgjöld til varnarmála lækkuð verulega. Papandreou forsætisráðherra var ómyrkur í máli þegar greint var frá samkomulaginu í morgun. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman í Brussel í dag þar sem lokahönd var lögð á samkomulagið við Grikki, en Grikkland er fyrsta evruríkið sem bjarga hefur þurft frá gjaldþroti frá því Evran var tekin upp. Óeirðir hafa brotist út í borgum Grikklands að undanförnu og nú síðast í gær vegna efnahagsástandsins og hafa mörg verkalýðsfélög boðað til verkfalla á miðvikudag.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira