Stjórnlagaþings- og landsdómssull Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 7. október 2010 06:00 Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið. Þessi endurskoðun stjórnarskrárinnar er hluti af þeim lýðræðisumbótum sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að ráðast í eftir hrun bankanna. Almenningi er ætlað að annast verkið, alþingismönnum er beinlínis meinuð seta á stjórnlagaþinginu. Það breytir því hins vegar ekki að stjórnarskránni verður ekki breytt nema með ákvörðun Alþingis. Þarf tvöfalt samþykki til, með kosningum á milli. Í ljósi þess að þingið ákvað að það ætti ekki sjálft aðkomu að stjórnlagaþinginu er sérstakt að þingið í heild eða einstaka þingmenn skuli leggja til breytingar á stjórnarskrá í aðdraganda stjórnlagaþings. Síðast var það gert með formlegum hætti í ályktun Atlanefndarinnar en hún var samþykkt með 63 atkvæðum. Í henni er í fyrsta lagi mælt fyrir um almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar (sem þingið hafði reyndar löngu ákveðið og þurfti ekki nýja samþykkt til) og í öðru lagi er mælt fyrir um endurskoðun laga sem eiga sér stoð í stjórnarskránni. Á það við um lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm. Í þingumræðunum um landsdómsákærurnar kom ítrekað fram hjá fjölmörgum þingmönnum að málið væri byggt á úreltum lögum sem þyrfti að færa til nútímahorfs. Meðal annars ítrekaði forsætisráðherrann þá kunnu skoðun sína að meta beri kosti og galla þess að afleggja landsdóm. Það verður ekki gert nema með breytingu á stjórnarskrá. Í ljósi þess að öll stjórnarskráin er undir í störfum stjórnlagaþings bendir allt til þess að um leið og réttað er fyrir landsdómi í fyrsta sinn fari fram ítarlegt mat þar til kjörins þings á tillögum um að leggja beri þann sama landsdóm niður. Alls ekki er útilokað - allt eins bara nokkuð líklegt - að stjórnlagaþing komist að þeirri niðurstöðu að landsdómsfyrirkomulagið sé úrelt og að betur fari á að fela almennum dómstólum að fjalla um meint embættisbrot ráðherra. Ástæðulaust sé að mál ráðherra fari í annan farveg en annarra. Ástæðulaust sé að Alþingi hafi hafi ákæruvald. Ástæðulaust sé að halda vakandi efasemdum um að mannréttindi séu að fullu virt í málshöfðunum gegn ráðherrum. Dæmið sanni að pólitík og saksókn sé hættuleg blanda, jafnvel skaðleg samfélaginu. Stjórnlagaþing gæti því lagt til við Alþingi að leggja beri landsdóm niður á sama tíma og mál Geirs Haarde er þar til meðferðar. Það yrðu í meira lagi sérkennileg skilaboð inn í þinghaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun
Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið. Þessi endurskoðun stjórnarskrárinnar er hluti af þeim lýðræðisumbótum sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að ráðast í eftir hrun bankanna. Almenningi er ætlað að annast verkið, alþingismönnum er beinlínis meinuð seta á stjórnlagaþinginu. Það breytir því hins vegar ekki að stjórnarskránni verður ekki breytt nema með ákvörðun Alþingis. Þarf tvöfalt samþykki til, með kosningum á milli. Í ljósi þess að þingið ákvað að það ætti ekki sjálft aðkomu að stjórnlagaþinginu er sérstakt að þingið í heild eða einstaka þingmenn skuli leggja til breytingar á stjórnarskrá í aðdraganda stjórnlagaþings. Síðast var það gert með formlegum hætti í ályktun Atlanefndarinnar en hún var samþykkt með 63 atkvæðum. Í henni er í fyrsta lagi mælt fyrir um almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar (sem þingið hafði reyndar löngu ákveðið og þurfti ekki nýja samþykkt til) og í öðru lagi er mælt fyrir um endurskoðun laga sem eiga sér stoð í stjórnarskránni. Á það við um lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm. Í þingumræðunum um landsdómsákærurnar kom ítrekað fram hjá fjölmörgum þingmönnum að málið væri byggt á úreltum lögum sem þyrfti að færa til nútímahorfs. Meðal annars ítrekaði forsætisráðherrann þá kunnu skoðun sína að meta beri kosti og galla þess að afleggja landsdóm. Það verður ekki gert nema með breytingu á stjórnarskrá. Í ljósi þess að öll stjórnarskráin er undir í störfum stjórnlagaþings bendir allt til þess að um leið og réttað er fyrir landsdómi í fyrsta sinn fari fram ítarlegt mat þar til kjörins þings á tillögum um að leggja beri þann sama landsdóm niður. Alls ekki er útilokað - allt eins bara nokkuð líklegt - að stjórnlagaþing komist að þeirri niðurstöðu að landsdómsfyrirkomulagið sé úrelt og að betur fari á að fela almennum dómstólum að fjalla um meint embættisbrot ráðherra. Ástæðulaust sé að mál ráðherra fari í annan farveg en annarra. Ástæðulaust sé að Alþingi hafi hafi ákæruvald. Ástæðulaust sé að halda vakandi efasemdum um að mannréttindi séu að fullu virt í málshöfðunum gegn ráðherrum. Dæmið sanni að pólitík og saksókn sé hættuleg blanda, jafnvel skaðleg samfélaginu. Stjórnlagaþing gæti því lagt til við Alþingi að leggja beri landsdóm niður á sama tíma og mál Geirs Haarde er þar til meðferðar. Það yrðu í meira lagi sérkennileg skilaboð inn í þinghaldið.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun