Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér 25. ágúst 2010 06:00 Mótmælt hjá BP Mótmælendur á vegum Greenpeace hengja skilti á girðingu sem þeir settu upp við bensínstöð BP í Lundúnum til að vekja athygli á mengunarslysinu í Mexíkóflóa í sumar. Samtökin beina nú sjónum sínum að borun á heimskautasvæðum.Nordicphotos/AFP Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira