Töluverður gosórói í nótt 27. mars 2010 09:21 Töluverður gosórói. Egill Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Töluverður gosórói hefur verið á mælum Veðurstofunnar í nótt og farið heldur vaxandi nú undir morgun. Margt fólk hefur verið á ferð við gosstöðvarnar og hefur verið nokkuð um það að fólk væri að fara vestur og norðurfyrir þær þrátt fyrir að varað hafi verið við því að vera þar á ferð. Hraun getur farið að renna í vestara Hvannárgil hvenær sem er og fólk þá lokast inni norðanvið hraunstrauminn. Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi í alla nótt. Frá miðnætti hafa tæplega 2400 bílar farið um Hellu og um 700 bílar farið um veginn undir Eyjafjöllum. Minnt er á að vegurinn um innanverða Fljótshlíð er mjór malarvegur og vegfarendur eru hvattir til að aka þar með gát og flýta sér hægt. Að endingu er fólk enn og aftur minnt á að sýna aðgæslu við eldstöðvarnar. Eldgos eru hættuleg og þó menn telji sig vera farna að sjá einhverja reglu í hegðan gossins eftir að hafa fylgst með því dálitla stund þá eru alltaf líkur á óvanalegum atburðum í náttúruhamförum af þessu tagi. Sem dæmi má til að mynda nefna gufusprengingar þegar hraunið kemst í snertingu við snjó og ís svo af verða sprengingar sem þeyta hnullungum hundruð metra. Þegar haft var samband við lögregluna á Selfossi þá var búist við miklum ferðamannastraumi í dag. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Töluverður gosórói hefur verið á mælum Veðurstofunnar í nótt og farið heldur vaxandi nú undir morgun. Margt fólk hefur verið á ferð við gosstöðvarnar og hefur verið nokkuð um það að fólk væri að fara vestur og norðurfyrir þær þrátt fyrir að varað hafi verið við því að vera þar á ferð. Hraun getur farið að renna í vestara Hvannárgil hvenær sem er og fólk þá lokast inni norðanvið hraunstrauminn. Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi í alla nótt. Frá miðnætti hafa tæplega 2400 bílar farið um Hellu og um 700 bílar farið um veginn undir Eyjafjöllum. Minnt er á að vegurinn um innanverða Fljótshlíð er mjór malarvegur og vegfarendur eru hvattir til að aka þar með gát og flýta sér hægt. Að endingu er fólk enn og aftur minnt á að sýna aðgæslu við eldstöðvarnar. Eldgos eru hættuleg og þó menn telji sig vera farna að sjá einhverja reglu í hegðan gossins eftir að hafa fylgst með því dálitla stund þá eru alltaf líkur á óvanalegum atburðum í náttúruhamförum af þessu tagi. Sem dæmi má til að mynda nefna gufusprengingar þegar hraunið kemst í snertingu við snjó og ís svo af verða sprengingar sem þeyta hnullungum hundruð metra. Þegar haft var samband við lögregluna á Selfossi þá var búist við miklum ferðamannastraumi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira