Massa: Endaspretturinn verður spennandi 24. ágúst 2010 16:05 Felipe Massa hefur ekið með Ferrari síðustu ár. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa. Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa.
Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira