Reiði almennings skiljanleg 2. október 2010 05:15 Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira