Erótíska ferilskráin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Það er alltaf jafn gaman að sjá heila sögu kristallast í einum hversdagslegum atburði. Ég var þessarar ánægju aðnjótandi fyrir stuttu en þá sá ég virðulega hefðarfrú í pels fara inn í stórmarkað einn í bæ í suðursveitum Spánar. Vandlætingarsvipur hennar, þegar hún gekk framhjá betlaranum, hefði farið Skröggi gamla ágætlega á aðfangadegi. Betlarinn var klæddur í götótta garma. Hann er fátæklega tenntur, hávaxinn og með afburðum grannur. Hann ber sig þó ekki eymdarlega eins og betlurum er tamt, heldur vappar hann manna á milli, slær jafnvel létt á bakið og segir, "sæll félagi, heyrðu máttu nú ekki missa eins og eina evru." Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar ég var á nálægu kaffihúsi að gera upp reikninginn. Þá kemur hann askvaðandi og segir; "já, og svo eina evru fyrir mig, takk" rétt eins og hann væri virðisaukaskatturinn holdiklæddur. Oft gaukaði ég að honum evru en svo sinnaðist okkur eftir að hann gerðist helsti aðgangsharður í "skattheimtunni.". Fjölskylduböndin eru venjulega afar sterk hér á suður Spáni. Úr þeim eru hnýtt öryggisnet góð sem grípa menn ef þeim verður fótaskortur í tilverunni. Betlarinn atarna hefur hinsvegar farið gegnum möskvana og dottið á planið fyrir utan stórmarkaðinn. Hann er kominn af efnuðu fólki sem reynt hefur að koma honum á lappirnar en vefur vímuefnanna er stundum sterkari fjölskylduböndunum. Hann vann einu sinni í banka en það þykir nú aldeilis flott hér í landbúnaðarhéruðum suður Spánar. Ekki nóg með það heldur var hann kvenagull mikið og það voru alls engar slorkellingar sem hann tók á löpp. Nei, þetta voru mestu kvenkostirnir í héraðinu og margar þeirra eru í dag orðnar að hinum mestu hefðarfrúm. Til dæmis pelsklædda konan með vandlætingasvipinn. Þetta er því sérdeilis mikil dramasena í miðjum hversdagsleikanum fyrir Íslendingin sem sér bakvið hryggðarmyndina. Betlarinn gerir frúnni ekki þann grikk að yrða á hana. Hann lítur hinsvegar á mig, svona eins og til að gá hvort ég viti um sameiginlega fortíð þeirra. Ég reyndi að túlka vandlætingarsvip hefðarfrúnnar. Annað hvort þýddi hann "uss, að lífið skuli bjóða upp á svo sorglega endurfundi" eða "þvílíkur smánarbelttur á erótísku ferilskránni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Það er alltaf jafn gaman að sjá heila sögu kristallast í einum hversdagslegum atburði. Ég var þessarar ánægju aðnjótandi fyrir stuttu en þá sá ég virðulega hefðarfrú í pels fara inn í stórmarkað einn í bæ í suðursveitum Spánar. Vandlætingarsvipur hennar, þegar hún gekk framhjá betlaranum, hefði farið Skröggi gamla ágætlega á aðfangadegi. Betlarinn var klæddur í götótta garma. Hann er fátæklega tenntur, hávaxinn og með afburðum grannur. Hann ber sig þó ekki eymdarlega eins og betlurum er tamt, heldur vappar hann manna á milli, slær jafnvel létt á bakið og segir, "sæll félagi, heyrðu máttu nú ekki missa eins og eina evru." Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar ég var á nálægu kaffihúsi að gera upp reikninginn. Þá kemur hann askvaðandi og segir; "já, og svo eina evru fyrir mig, takk" rétt eins og hann væri virðisaukaskatturinn holdiklæddur. Oft gaukaði ég að honum evru en svo sinnaðist okkur eftir að hann gerðist helsti aðgangsharður í "skattheimtunni.". Fjölskylduböndin eru venjulega afar sterk hér á suður Spáni. Úr þeim eru hnýtt öryggisnet góð sem grípa menn ef þeim verður fótaskortur í tilverunni. Betlarinn atarna hefur hinsvegar farið gegnum möskvana og dottið á planið fyrir utan stórmarkaðinn. Hann er kominn af efnuðu fólki sem reynt hefur að koma honum á lappirnar en vefur vímuefnanna er stundum sterkari fjölskylduböndunum. Hann vann einu sinni í banka en það þykir nú aldeilis flott hér í landbúnaðarhéruðum suður Spánar. Ekki nóg með það heldur var hann kvenagull mikið og það voru alls engar slorkellingar sem hann tók á löpp. Nei, þetta voru mestu kvenkostirnir í héraðinu og margar þeirra eru í dag orðnar að hinum mestu hefðarfrúm. Til dæmis pelsklædda konan með vandlætingasvipinn. Þetta er því sérdeilis mikil dramasena í miðjum hversdagsleikanum fyrir Íslendingin sem sér bakvið hryggðarmyndina. Betlarinn gerir frúnni ekki þann grikk að yrða á hana. Hann lítur hinsvegar á mig, svona eins og til að gá hvort ég viti um sameiginlega fortíð þeirra. Ég reyndi að túlka vandlætingarsvip hefðarfrúnnar. Annað hvort þýddi hann "uss, að lífið skuli bjóða upp á svo sorglega endurfundi" eða "þvílíkur smánarbelttur á erótísku ferilskránni."
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun