Allir í viðbragðsstöðu 23. mars 2010 04:00 Fljótshlíð „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira