Norðlenska hljóðvillan I Davíð Þór Jónsson skrifar 24. júlí 2010 00:01 Íslensk tunga er dýrasti arfur þjóðarinnar. Íslendingar hafa staðið sig allvel í varðveislu tungunnar, tökuorð eru færri en í flestum öðrum málum og málvillum og öðrum lýtum á hreinni og ylhýrri íslensku hefur miskunnarlaust verið sagt stríð á hendur. Þannig tókst með almennri vitundarvakningu að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða. Nú er kominn tími til að stíga næsta skref og útrýma með sama hætti hinni hvimleiðu norðlensku hljóðvillu sem svo mjög lýtir mál margra. Norðlenska hljóðvillan einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi og gríðarlegri einföldun framburðarreglna. Hún er í raun aðeins aulalegur stafsetningarframburður. Eitt megineinkenni þessarar hljóðvillu er sú úrkynjun að nefhljóð og hliðarhljóð (l, m og n) eru borin fram rödduð á undan fráblásnum lokhljóðum í orðum eins og „stúlka", „lampi" og „menntun". Þetta eru dönsk áhrif, enda dönsk menningaráhrif meira áberandi á svæðinu þar sem þessi villa hefur skotið dýpstum rótum, heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Dönskukennarar þreytast enda ekki á að benda nemendum sínum á að dönsk orð þar sem þessar samstöfur koma fyrir skuli ætíð bera fram með „akureyrskum" hreim. Í fyrstu málfræðiritgerðinni, sem skrifuð var snemma á tólftu öld, er gerð úttekt á hljóðkerfi íslenskunnar. Vissulega hefur margt breyst í framburði manna síðan þá þótt tungan sé nánast hin sama, einkum ritmálið. Meðal þess sem þar kemur fram er að átta málhljóð geti verið „kveðin í nef". Mörgum þessara nefhljóða hefur íslenskan nú glatað, þótt meginþorri þjóðarinnar hafi góðu heilli varðveitt þau betur en norðlenska hljóðvillan leyfir. Fullyrða má að fjölbreytt nefhljóð, rödduð þegar svo ber undir og órödduð á undan lokhljóðum, séu því bæði upprunalegri og íslenskari, og þar af leiðandi hljómfegurri, en hinn marflati, litlausi og hljómsnauði norðlenski framburður, sem týnt hefur órödduðu nef- og hliðarhljóðunum. Síðan er tilgerðin slík að jafnvel þeir, sem mest hreykja sér af hljóðvillu þessari og leyfa sér að kalla eðlilegan framburð „linmælgi", gleyma að radda l í orðum eins og „piltur", „mjaltir" og „salt", sem þeir ættu auðvitað að gera væru þeir sjálfum sér samkvæmir. Í næsta pistli mun ég fjalla áfram um norðlensku hljóðvilluna og þá stafsentingarframburð fráblásinna lokhljóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun
Íslensk tunga er dýrasti arfur þjóðarinnar. Íslendingar hafa staðið sig allvel í varðveislu tungunnar, tökuorð eru færri en í flestum öðrum málum og málvillum og öðrum lýtum á hreinni og ylhýrri íslensku hefur miskunnarlaust verið sagt stríð á hendur. Þannig tókst með almennri vitundarvakningu að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða. Nú er kominn tími til að stíga næsta skref og útrýma með sama hætti hinni hvimleiðu norðlensku hljóðvillu sem svo mjög lýtir mál margra. Norðlenska hljóðvillan einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi og gríðarlegri einföldun framburðarreglna. Hún er í raun aðeins aulalegur stafsetningarframburður. Eitt megineinkenni þessarar hljóðvillu er sú úrkynjun að nefhljóð og hliðarhljóð (l, m og n) eru borin fram rödduð á undan fráblásnum lokhljóðum í orðum eins og „stúlka", „lampi" og „menntun". Þetta eru dönsk áhrif, enda dönsk menningaráhrif meira áberandi á svæðinu þar sem þessi villa hefur skotið dýpstum rótum, heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Dönskukennarar þreytast enda ekki á að benda nemendum sínum á að dönsk orð þar sem þessar samstöfur koma fyrir skuli ætíð bera fram með „akureyrskum" hreim. Í fyrstu málfræðiritgerðinni, sem skrifuð var snemma á tólftu öld, er gerð úttekt á hljóðkerfi íslenskunnar. Vissulega hefur margt breyst í framburði manna síðan þá þótt tungan sé nánast hin sama, einkum ritmálið. Meðal þess sem þar kemur fram er að átta málhljóð geti verið „kveðin í nef". Mörgum þessara nefhljóða hefur íslenskan nú glatað, þótt meginþorri þjóðarinnar hafi góðu heilli varðveitt þau betur en norðlenska hljóðvillan leyfir. Fullyrða má að fjölbreytt nefhljóð, rödduð þegar svo ber undir og órödduð á undan lokhljóðum, séu því bæði upprunalegri og íslenskari, og þar af leiðandi hljómfegurri, en hinn marflati, litlausi og hljómsnauði norðlenski framburður, sem týnt hefur órödduðu nef- og hliðarhljóðunum. Síðan er tilgerðin slík að jafnvel þeir, sem mest hreykja sér af hljóðvillu þessari og leyfa sér að kalla eðlilegan framburð „linmælgi", gleyma að radda l í orðum eins og „piltur", „mjaltir" og „salt", sem þeir ættu auðvitað að gera væru þeir sjálfum sér samkvæmir. Í næsta pistli mun ég fjalla áfram um norðlensku hljóðvilluna og þá stafsentingarframburð fráblásinna lokhljóða.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun