Solbakken: Þetta var bara lélegur norskur húmor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2010 15:15 Ståle Solbakken og Pep Guardiola eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira