Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni Sigríður Mogensen skrifar 13. desember 2010 18:30 Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið." Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið."
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira