Kjúklingaréttur sem klikkar ekki 4. nóvember 2010 04:00 Kristín Ívarsdóttir sendi okkur kjúklingauppskrift sem getur ekki klikkað. Hún segir réttinn vera leiðina að hjarta mannsins. „Hún getur verið ást eða hatur þar sem þetta er kaloríusprengja og maður finnur hvernig fitufrumurnar skipta sér eftir hvern bita," sagði Kristín á léttu nótunum.Kjúklingabringur (4- 6 stk)½ líter af rjóma1 piparostur1 lítil krukka salsa sósa 1 smurostur1 krukkamango chutney2 msk kókos 1 poki nachos (flögur)rifinn osturAðferðEldfast mót er notað og smurosturinn settur í það. Best er að þekja hann vel í mótið. Þá hellist salsað yfir og nachosflögurnar muldar yfir. Á meðan er best að steikja kjúklingabringurnar og þær síðan settar yfir nacho-flögurnar. Rjóminn og piparosturinn fara í pott sem er hitaður þar til útkoman er þykk sósa. Yfirleitt verða til kekkir út af ostinum og það er bara betra. Síðan er best að hella rjómasósunni yfir kjúklingabringurnar og rifinn ostur er settur yfir allt og smá kókosmjöl. Þá er rétturinn settur inn í ofn í smá tíma kannski 30 mínútur. Þá er gott að nota mangóchutney með matnum og ferskt salat. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Kristín Ívarsdóttir sendi okkur kjúklingauppskrift sem getur ekki klikkað. Hún segir réttinn vera leiðina að hjarta mannsins. „Hún getur verið ást eða hatur þar sem þetta er kaloríusprengja og maður finnur hvernig fitufrumurnar skipta sér eftir hvern bita," sagði Kristín á léttu nótunum.Kjúklingabringur (4- 6 stk)½ líter af rjóma1 piparostur1 lítil krukka salsa sósa 1 smurostur1 krukkamango chutney2 msk kókos 1 poki nachos (flögur)rifinn osturAðferðEldfast mót er notað og smurosturinn settur í það. Best er að þekja hann vel í mótið. Þá hellist salsað yfir og nachosflögurnar muldar yfir. Á meðan er best að steikja kjúklingabringurnar og þær síðan settar yfir nacho-flögurnar. Rjóminn og piparosturinn fara í pott sem er hitaður þar til útkoman er þykk sósa. Yfirleitt verða til kekkir út af ostinum og það er bara betra. Síðan er best að hella rjómasósunni yfir kjúklingabringurnar og rifinn ostur er settur yfir allt og smá kókosmjöl. Þá er rétturinn settur inn í ofn í smá tíma kannski 30 mínútur. Þá er gott að nota mangóchutney með matnum og ferskt salat.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira