Júlla Skapofsi Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 23. janúar 2010 00:01 Herra Skapofsi hefur verið handtekinn. Handtaka hans staðfestir öfugsnúna heimsmynd okkar: Stórglæpamennirnir ganga lausir á meðan þessir sem leika sér í veggjakrotinu í skjóli nætur hafa verið færðir í tukthúsið. Þetta er dálítið eins og að handtaka gamla konu sem stendur fyrir utan Arion-banka og skrifar skjálfhent með hvítri krít: „Flón". Sumir hafa haft á orði að þeir séu svolítið leiðir yfir handtöku Skapofsa - hann hafi verið alvöru byltingarmaður. Semí-vellíðunartilfinning fór um marga að sjá hvítar hallir ataðar í málningu - og nota bene - flestar hallirnar stóðu tómar því íbúarnir voru hvort sem er í London að borða humar. Einhverjir vilja meina að þjóðin hafi þurft á Skapofsa að halda. Og hafi verið alveg sama hvort það kostaði milljón í hvert skipti að mála húsin. Að sjálfsögðu vill meirihluti landsmanna ekki að fólk taki völdin í eigin hendur og auðvitað á það ekki að vera svo að fólk vaði uppi og skemmi. En það var eitthvað sætt, eitthvað pínu krúttlegt við Skapofsa. Hann lét þjóðina brosa mjög lymskulega út í annað, án nokkurra opinberra stuðningsyfirlýsinga. Sjálf hafði ég oft skilning á athöfnum Skapofsa, enda var ég stundum vænd um að vera Skapofsi af nákomnum. Það er segin saga að smávaxið fólk hefur stórt skap og þegar mér misbýður (og þetta er vanmáttarkennd segja sálfræðingar) langar mig oft mest til að smyrja einhverju matarkyns í hár þess sem með á eða senda ælu í umslagi til viðkomandi. Það er í raun mesta furða að nokkrar íbúðir hér í bænum hafi ekki fyrir löngu verið málaðar rauðar af mér. Flestir hafa haft kynni að sínum innri Skapofsa. Þannig hefur mig oft langað til að heimsækja fornar slóðir og smyrja útidyr áttræða fyrrverandi nágranna míns, sem áreitti mig með rósavínsflöskum í þvottahúsinu (og mánaðarlegum tillögum um að við stingjum af saman til Spánar), með mysingi. Gamli íþróttakennarinn minn sem píndi mig til að hlaupa stífluhringinn í Árbænum á hverju vori gæti svo fengið að sjá hvernig kjötbúðingur með skvettu af wasabi kæmi út í verðlaunarósabeðinu. Og ekki má gleyma flestum sölukonum í snyrtivöruhornum stórmarkaða sem þykjast ekki eiga ilmvatnsprufur eftir tugþúsunda viðskipti mín. Þær yrðu hissa að sjá karamellujógúrt í heita pottinum í garðinum þeirra í Garðabænum. Byltingarsögur vilja hins vegar oft enda eins. Hetjunni er varpað í dýflissu á meðan vondu gæjarnir halda áfram að stanga úr tönnunum. Rauða málningin og matarkyns árásartól verða því á hillunni. Enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun
Herra Skapofsi hefur verið handtekinn. Handtaka hans staðfestir öfugsnúna heimsmynd okkar: Stórglæpamennirnir ganga lausir á meðan þessir sem leika sér í veggjakrotinu í skjóli nætur hafa verið færðir í tukthúsið. Þetta er dálítið eins og að handtaka gamla konu sem stendur fyrir utan Arion-banka og skrifar skjálfhent með hvítri krít: „Flón". Sumir hafa haft á orði að þeir séu svolítið leiðir yfir handtöku Skapofsa - hann hafi verið alvöru byltingarmaður. Semí-vellíðunartilfinning fór um marga að sjá hvítar hallir ataðar í málningu - og nota bene - flestar hallirnar stóðu tómar því íbúarnir voru hvort sem er í London að borða humar. Einhverjir vilja meina að þjóðin hafi þurft á Skapofsa að halda. Og hafi verið alveg sama hvort það kostaði milljón í hvert skipti að mála húsin. Að sjálfsögðu vill meirihluti landsmanna ekki að fólk taki völdin í eigin hendur og auðvitað á það ekki að vera svo að fólk vaði uppi og skemmi. En það var eitthvað sætt, eitthvað pínu krúttlegt við Skapofsa. Hann lét þjóðina brosa mjög lymskulega út í annað, án nokkurra opinberra stuðningsyfirlýsinga. Sjálf hafði ég oft skilning á athöfnum Skapofsa, enda var ég stundum vænd um að vera Skapofsi af nákomnum. Það er segin saga að smávaxið fólk hefur stórt skap og þegar mér misbýður (og þetta er vanmáttarkennd segja sálfræðingar) langar mig oft mest til að smyrja einhverju matarkyns í hár þess sem með á eða senda ælu í umslagi til viðkomandi. Það er í raun mesta furða að nokkrar íbúðir hér í bænum hafi ekki fyrir löngu verið málaðar rauðar af mér. Flestir hafa haft kynni að sínum innri Skapofsa. Þannig hefur mig oft langað til að heimsækja fornar slóðir og smyrja útidyr áttræða fyrrverandi nágranna míns, sem áreitti mig með rósavínsflöskum í þvottahúsinu (og mánaðarlegum tillögum um að við stingjum af saman til Spánar), með mysingi. Gamli íþróttakennarinn minn sem píndi mig til að hlaupa stífluhringinn í Árbænum á hverju vori gæti svo fengið að sjá hvernig kjötbúðingur með skvettu af wasabi kæmi út í verðlaunarósabeðinu. Og ekki má gleyma flestum sölukonum í snyrtivöruhornum stórmarkaða sem þykjast ekki eiga ilmvatnsprufur eftir tugþúsunda viðskipti mín. Þær yrðu hissa að sjá karamellujógúrt í heita pottinum í garðinum þeirra í Garðabænum. Byltingarsögur vilja hins vegar oft enda eins. Hetjunni er varpað í dýflissu á meðan vondu gæjarnir halda áfram að stanga úr tönnunum. Rauða málningin og matarkyns árásartól verða því á hillunni. Enn sem komið er.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun