Umfjöllun: Birkir Ívar vann þessa lotu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2010 21:11 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Báðir markverðir sýndu frábæra takta en að lokum stóðu Birkir Ívar og hans menn eftir sem sigurvegarar. Haukar unnu, 22-20, eftir æsispennandi lokamínútur. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu miklu betur og Haukarnir virtust eiga í miklum vandræðum með öfluga 6-0 vörn HK-inga. Að sama skapi gekk HK ágætlega að leysa 3-2-1 vörn Haukanna. HK komst í 6-3 en þá snerist leikurinn við. HK skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og bæði úr vítaköstum. Reyndar var vítanýting beggja liða sorglega léleg í kvöld - alls voru sex af sextán vítaköstum nýtt. Birkir Ívar varði alls fimm víti í kvöld og Sveinbjörn þrjú. Haukar náðu því frumkvæðinu og héldu því þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá náði HK að jafna metin en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og gátu því fagnað góðum sigri. Sóknarleikur beggja liða var betri í seinni hálfleik en sem fyrr segir komu markverðirnir í veg fyrir að ekki voru fleiri mörk skoruð en raun bar vitni. Haukar voru þó grimmari á boltann og duglegri að sækja fráköstin og nýta þau. Einnig skipti miklu að HK misnotaði alls sex víti í leiknum og munar um minna í leik sem þessum. Varnarleikurinn var að sama skapi mjög góður hjá báðum liðum allan leikinn og nutu markverðrnir vissulega góðs af því. Með smá heppni hefðu gestirnir vel getað náð sér alla vega í framlengingu og vilja þeir sjálfsagt hefna fyrir það þegar liðin mætast í Digranesinu á laugardaginn.Haukar - HK 22 - 20 (10-8)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/1 (16/2), Björgvin Hólmgeirsson 4 (10), Pétur Pálsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 3 (4), Einar Örn Jónsson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1/1 (3/3), Guðmundur Árni Ólafsson (1/1), Gísli Jón Þórisson (4).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/5 (39/8, 51%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 2 (Freyr 1, Sigurbergur 1).Fiskuð víti: 6 (Freyr 3, Pétur 2, Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson (2/1), Ragnar Hjaltested (1/1), Valdimar Þórsson 5/3 (10/5), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6/1), Sverrir Hermannsson 3 (5), Hákon Bridde 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1/1 (5/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Atli Karl Bachmann 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (43/5, 49%).Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 2, Valdimar 2, Hákon 1, Vilhelm Gauti 1).Fiskuð víti: 10 (Atli Ævar 3, Ragnar 2, Sverrir 2, Bjarki Már 1, Hákon 1, Atli Karl 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Báðir markverðir sýndu frábæra takta en að lokum stóðu Birkir Ívar og hans menn eftir sem sigurvegarar. Haukar unnu, 22-20, eftir æsispennandi lokamínútur. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu miklu betur og Haukarnir virtust eiga í miklum vandræðum með öfluga 6-0 vörn HK-inga. Að sama skapi gekk HK ágætlega að leysa 3-2-1 vörn Haukanna. HK komst í 6-3 en þá snerist leikurinn við. HK skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og bæði úr vítaköstum. Reyndar var vítanýting beggja liða sorglega léleg í kvöld - alls voru sex af sextán vítaköstum nýtt. Birkir Ívar varði alls fimm víti í kvöld og Sveinbjörn þrjú. Haukar náðu því frumkvæðinu og héldu því þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá náði HK að jafna metin en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og gátu því fagnað góðum sigri. Sóknarleikur beggja liða var betri í seinni hálfleik en sem fyrr segir komu markverðirnir í veg fyrir að ekki voru fleiri mörk skoruð en raun bar vitni. Haukar voru þó grimmari á boltann og duglegri að sækja fráköstin og nýta þau. Einnig skipti miklu að HK misnotaði alls sex víti í leiknum og munar um minna í leik sem þessum. Varnarleikurinn var að sama skapi mjög góður hjá báðum liðum allan leikinn og nutu markverðrnir vissulega góðs af því. Með smá heppni hefðu gestirnir vel getað náð sér alla vega í framlengingu og vilja þeir sjálfsagt hefna fyrir það þegar liðin mætast í Digranesinu á laugardaginn.Haukar - HK 22 - 20 (10-8)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/1 (16/2), Björgvin Hólmgeirsson 4 (10), Pétur Pálsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 3 (4), Einar Örn Jónsson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1/1 (3/3), Guðmundur Árni Ólafsson (1/1), Gísli Jón Þórisson (4).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/5 (39/8, 51%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 2 (Freyr 1, Sigurbergur 1).Fiskuð víti: 6 (Freyr 3, Pétur 2, Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson (2/1), Ragnar Hjaltested (1/1), Valdimar Þórsson 5/3 (10/5), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6/1), Sverrir Hermannsson 3 (5), Hákon Bridde 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1/1 (5/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Atli Karl Bachmann 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (43/5, 49%).Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 2, Valdimar 2, Hákon 1, Vilhelm Gauti 1).Fiskuð víti: 10 (Atli Ævar 3, Ragnar 2, Sverrir 2, Bjarki Már 1, Hákon 1, Atli Karl 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira