Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein 20. apríl 2010 12:12 Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira