Áætlun um ferðamennsku á hálendinu Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun