Stjórnvöld styrki stjórnsýslu 10. nóvember 2010 02:00 Framvinda Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær.Fréttablaðið/Valli Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira