Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun