Vilja að almenningur fái meiri vernd en fyrirtæki - fréttaskýring 16. september 2010 03:30 Fyrir dóm Fjölmenni var í dómsal Hæstaréttar þegar málið var flutt þar hinn 6. september síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hvaða áhrif telja sérfræðingar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamálinu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenningur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Óvíst er hvort hluti þeirra gengistryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni teljast löglegur þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa reiknað út er annars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengislán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjármálafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 prósent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækkað í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira