Rót hrunsins var sala bankanna og óheftur vöxtur 15. september 2010 01:30 Umbótastarfið langt komið Jóhanna Sigurðardóttir sagði sína skoðun á skýrslu þingmannanefndarinnar í gær. fréttablaðið/vilhelm Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi í gær. Hún sagði það miður að ekki hefði náðst samstaða um það í nefndinni að rannsaka einkavæðingu bankanna en fagnaði á móti yfirlýsingum formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því á mánudag í þá átt. Kvaðst hún treysta því að breið samstaða náist um slíka rannsókn á þingi. Jóhanna sagðist ætla að beita sér fyrir því að unnið yrði hratt og vel úr tillögum þingmannanefndarinnar sem lúta að stjórnsýslunni og sagði umbótastarfið raunar þegar komið langt á veg. Nefndi hún að forystuhlutverk forsætisráðuneytisins hefði verið eflt, unnið væri að sameiningu ráðuneyta, sérstakar ráðherranefndir væru að störfum og reglur hefðu verið samdar um undirbúning lagafrumvarpa. Þá gat hún þess að stjórnsýsluskóli fyrir ráðherra, aðstoðarmenn og starfsmenn Stjórnarráðsins muni hefja störf síðar í mánuðinum. Þar verði meðal annars farið yfir vönduð vinnubrögð, störf ríkisstjórnar, skráningu gagna og almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. - bþs Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi í gær. Hún sagði það miður að ekki hefði náðst samstaða um það í nefndinni að rannsaka einkavæðingu bankanna en fagnaði á móti yfirlýsingum formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því á mánudag í þá átt. Kvaðst hún treysta því að breið samstaða náist um slíka rannsókn á þingi. Jóhanna sagðist ætla að beita sér fyrir því að unnið yrði hratt og vel úr tillögum þingmannanefndarinnar sem lúta að stjórnsýslunni og sagði umbótastarfið raunar þegar komið langt á veg. Nefndi hún að forystuhlutverk forsætisráðuneytisins hefði verið eflt, unnið væri að sameiningu ráðuneyta, sérstakar ráðherranefndir væru að störfum og reglur hefðu verið samdar um undirbúning lagafrumvarpa. Þá gat hún þess að stjórnsýsluskóli fyrir ráðherra, aðstoðarmenn og starfsmenn Stjórnarráðsins muni hefja störf síðar í mánuðinum. Þar verði meðal annars farið yfir vönduð vinnubrögð, störf ríkisstjórnar, skráningu gagna og almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. - bþs
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira