Hyundai ryður sér til rúms með látum 5. maí 2010 05:30 Hyundai ix35. Nýr jepplingur Hyundai er sagður henta fjölskyldufólki sem kjósi sportlegan og eyðslugrannan farkost. Hér á landi er Hyundai í efsta sæti, með 17,3 prósenta hlutdeild í samanlagðri jepplingasölu síðustu fimm ára.Mynd/Hyundai Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira