Hyundai ryður sér til rúms með látum 5. maí 2010 05:30 Hyundai ix35. Nýr jepplingur Hyundai er sagður henta fjölskyldufólki sem kjósi sportlegan og eyðslugrannan farkost. Hér á landi er Hyundai í efsta sæti, með 17,3 prósenta hlutdeild í samanlagðri jepplingasölu síðustu fimm ára.Mynd/Hyundai Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira