Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs 11. nóvember 2010 06:00 Guðrún og hænurnar Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfisráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira