Matur

Ískaffi Frú Berglaugar

Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA
Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA

Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs.

Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu.

Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa.

Agatha Ýr á Frú Berglaugu.

Ískafffi frú Berglaugar

6 klakar

tvöfaldur espressó

1 bolli mjólk

2 slettur karamellusíróp

2 msk. þeyttur rjómi

smá súkkulaðispænir



Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.