Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness 25. ágúst 2010 09:15 haukur heiðar Önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, er loksins fáanleg aftur í verslunum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira