Veðurguðirnir hjálpuðu Webber 28. ágúst 2010 21:56 Fremstu menn, Robert Kubica, Mark Webber og Lewis Hamilton eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Mynd: Getty Images Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber. Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber.
Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira