KFÍ vann 107-97 sigur á ÍR eftir framlengdan leik á Ísafirði í kvöld í Iceland Express deild karla. Það stefndi allt í sigur ÍR sem var yfir nær allan leikinn en heimamenn náðu að tryggja sér framlengingu þar sem þeir tryggðu sér síðan sigurinn.
ÍR vann 89-80 yfir þegar aðeins 93 sekúndur voru eftir að leiknum en KFÍ-liðið skoraði 11 stig á móti 2 á lokakaflanum og Craig Schoen tryggði KFÍ framlengingu með þriggja stiga körfu.
ÍR skoraði fyrsta stig framlengingarinnar en KFÍ-liðið skoraði 9 af næstu 11 stigum og náðu öruggri forustu sem liðið lét ekki af hendi.
ÍR var 45-37 yfir í hálfleik og náði mest 20 stiga forustu, 81-61, í upphaf fjórða leikhlutans en allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar horfðu á eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu.
Craig Schoen var með 32 stig og 9 stoðsendingar hjá KFÍ og Nebojsa Knezevic skoraði 26 stig. Kelly Biedler skoraði 32 stig fyrir ÍR og Nemanja Sovic var með 23 stig.
KFÍ-ÍR 107-97 (14-25, 23-20, 24-31, 30-15, 16-6)
KFÍ: Craig Schoen 32/7 fráköst/9 stoðsendingar/9 stolnir, Nebojsa Knezevic 26/5 fráköst, Carl Josey 13/13 fráköst, Darco Milosevic 13/9 fráköst, Hugh Barnett 10/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 8, Ari Gylfason 3, Pance Ilievski 2.
ÍR: Kelly Biedler 32/17 fráköst, Nemanja Sovic 23/9 fráköst, Karolis Marcinkevicius 13/5 stoðsendingar, Níels Dungal 8/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Vilhjálmur Steinarsson 5/7 stoðsendingar, Davíð Þór Fritzson 3, Bjarni Valgeirsson 3, Ásgeir Örn Hlöðversson 2.
KFÍ vann upp 9 stiga forskot í blálokin og vann í framlengingu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti