Prófessor við HÍ fær Gad Rausings verðlaunin 7. mars 2010 18:18 Vésteinn Ólason. Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira