Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutæki 15. september 2010 05:30 Bláfjöll Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöllum. Það var 1. mars.Fréttablaðið/Stefán „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira