Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra - fréttaskýring 20. ágúst 2010 06:00 Umskipti Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. Fréttablaðið/Vilhelm Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira