Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn 20. maí 2010 06:00 Mikið magn Tugir tonna af kókaíni sem fundust í melassadunkum í Ekvador urðu til þess að Sigurður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er ljóst hvar rannsókn þess máls stendur ytra, en ýmsir menn sem voru handteknir í Evrópu vegna þess hafa verið fríaðir sök.Fréttablaðið / ap Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira