Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 29. desember 2010 06:00 Myndin er úr safni. Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs / Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs /
Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira