Fyrsti leikur Favre í stúkunni á 20 ára ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2010 23:36 Favre mætir til leiks í kvöld. Hann gerði sér smá vonir um að spila en varð loksins að játa sig sigraðan og fá sér sæti í stúkunni. AP Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni. Erlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni.
Erlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira