Hjálpartæki B-lífsins Atli Fannar Bjarkason skrifar 18. desember 2010 06:00 Á þriðjudag lagði hópur 14 þingmanna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að klukkunni á Íslandi verði seinkað um eina klukkustund. Eins og alltaf þegar einhver vill hringla með klukkuna vakti tillagan hörð viðbrögð. Frumvarpið er reyndar gallað þar sem það gerir ráð fyrir að breytingin gildi allan ársins hring. Hér á að sjálfsögðu að vera sumar- og vetrartími. Sumartíminn má vera sá sem við notum í dag, en á veturna þarf að seinka klukkunni um klukkustund í það minnsta. Fólk skiptist nefnilega í þrjá hópa; A-fólk, B-fólk og AB-fólk. A-fólk vill helst vera búið með átta tíma vinnudag þegar sólin kemur upp, B-fólk vill seinka klukkunni svo að morgnarnir séu bjartari og AB-fólk vill óbreytt ástand. Ég ætla ekki að leyna því að hagsmunir mínir í þessu máli eru ríkir. Ég er B-maður í miðri ljósameðferð. Þú last rétt, B-mennskan er svo yfirgengileg að ég er byrjaður að sanka að mér sérstökum hjálpartækjum B-lífsins. Þegar þetta er skrifað lýsir á mig svokallaður daylight-lampi sem gerir tilraun til að líkja eftir dagsljósi í viðleitni til að koma í veg fyrir að ég missi vitið - allavega á meðan ég er að skrifa í þetta blað fyrir ykkur. Klukkan er að ganga tólf á hádegi og myrkrið úti er ennþá óhugnanlegt. Svo eru það morgnarnir. Þeir eru svo erfiðir að móðir mín hefur fengið bón frá örverpinu sínu um vekjaraklukku sem líkir eftir sólarupprás í jólagjöf. Einn klukkutími til eða frá er ekki að fara að gera þessi hjálpartæki óþörf, en hann mun gera morgnana sirka klukkutíma bærilegri. Það var löngu orðið tímabært að þingheimur myndi koma til móts við B-fólk, eða B-þjóðina eins og ég kýs að kalla hana. B-þjóðin hefur neyðst til að beygja sig undir fasískar forsendur A-fólksins sem vaknar fyrir dögun og fer að sofa á besta tíma dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Á þriðjudag lagði hópur 14 þingmanna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að klukkunni á Íslandi verði seinkað um eina klukkustund. Eins og alltaf þegar einhver vill hringla með klukkuna vakti tillagan hörð viðbrögð. Frumvarpið er reyndar gallað þar sem það gerir ráð fyrir að breytingin gildi allan ársins hring. Hér á að sjálfsögðu að vera sumar- og vetrartími. Sumartíminn má vera sá sem við notum í dag, en á veturna þarf að seinka klukkunni um klukkustund í það minnsta. Fólk skiptist nefnilega í þrjá hópa; A-fólk, B-fólk og AB-fólk. A-fólk vill helst vera búið með átta tíma vinnudag þegar sólin kemur upp, B-fólk vill seinka klukkunni svo að morgnarnir séu bjartari og AB-fólk vill óbreytt ástand. Ég ætla ekki að leyna því að hagsmunir mínir í þessu máli eru ríkir. Ég er B-maður í miðri ljósameðferð. Þú last rétt, B-mennskan er svo yfirgengileg að ég er byrjaður að sanka að mér sérstökum hjálpartækjum B-lífsins. Þegar þetta er skrifað lýsir á mig svokallaður daylight-lampi sem gerir tilraun til að líkja eftir dagsljósi í viðleitni til að koma í veg fyrir að ég missi vitið - allavega á meðan ég er að skrifa í þetta blað fyrir ykkur. Klukkan er að ganga tólf á hádegi og myrkrið úti er ennþá óhugnanlegt. Svo eru það morgnarnir. Þeir eru svo erfiðir að móðir mín hefur fengið bón frá örverpinu sínu um vekjaraklukku sem líkir eftir sólarupprás í jólagjöf. Einn klukkutími til eða frá er ekki að fara að gera þessi hjálpartæki óþörf, en hann mun gera morgnana sirka klukkutíma bærilegri. Það var löngu orðið tímabært að þingheimur myndi koma til móts við B-fólk, eða B-þjóðina eins og ég kýs að kalla hana. B-þjóðin hefur neyðst til að beygja sig undir fasískar forsendur A-fólksins sem vaknar fyrir dögun og fer að sofa á besta tíma dags.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun