Mystery kaupir Áttablaðarós Óttars 4. desember 2010 15:00 Óttar Martin Norðfjörð hefur í hyggju að koma að handritsgerð Áttablaðarósarinnar sem Davíð Óskar Ólafsson og félagar í Mystery Iceland hafa keypt kvikmyndaréttinn að. Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira