Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina 28. september 2010 06:00 Ávanabindandi - Neytendur ánetjast munntóbaksnotkun. Fréttablaðið/ Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira