13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur 21. desember 2010 06:00 rithöfundurinn ungi Adrian Sölvi með bækurnar sínar tvær, Ertu svona lítill? og Grái litli. Bækurnar kosta 1.500 krónur og eru til sölu í Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg.fréttablaðið/vilhelm „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is Fréttir Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is
Fréttir Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira