Íbúðalánin líklega ólögmæt 17. júní 2010 06:00 Gylfi Magnússon „Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár. Hann segir ágætt að fá niðurstöðu í málið, dómurinn sé skýr og liggi nú fyrir hvernig eigi að fara með gengistryggð lán. „Næsta skref er að vinna úr þessu," segir hann og bætir við að boltinn sé nú hjá lánveitendum sem þurfi að gera upp lánin miðað við breyttar forsendur og senda út nýja greiðsluseðla. Reikna megi með endurgreiðslu í einhverjum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort breyta þurfi lögum vegna niðurstöðu Hæstaréttar og hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun um slíkt. Gylfi segir að búið sé að kortleggja hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar muni hafa á bankana og fjármögnunarfyrirtækin. „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra. Meiri óvissa sé um það hvernig bílalánafyrirtækjum mun reiða af. Áfallið er mest fyrir þau," segir hann. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á orðalagi lánasamninga fyrirtækjanna. Gylfi segir ljóst að hún muni hafa áhrif á önnur gengistryggð lán með svipuðu orðalagi, þar á meðal íbúðalán. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár. Hann segir ágætt að fá niðurstöðu í málið, dómurinn sé skýr og liggi nú fyrir hvernig eigi að fara með gengistryggð lán. „Næsta skref er að vinna úr þessu," segir hann og bætir við að boltinn sé nú hjá lánveitendum sem þurfi að gera upp lánin miðað við breyttar forsendur og senda út nýja greiðsluseðla. Reikna megi með endurgreiðslu í einhverjum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort breyta þurfi lögum vegna niðurstöðu Hæstaréttar og hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun um slíkt. Gylfi segir að búið sé að kortleggja hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar muni hafa á bankana og fjármögnunarfyrirtækin. „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra. Meiri óvissa sé um það hvernig bílalánafyrirtækjum mun reiða af. Áfallið er mest fyrir þau," segir hann. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á orðalagi lánasamninga fyrirtækjanna. Gylfi segir ljóst að hún muni hafa áhrif á önnur gengistryggð lán með svipuðu orðalagi, þar á meðal íbúðalán. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira