Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber 14. september 2010 12:45 Nick Heidfeld mætir aftur í Formúlu 1 með Sauber um aðra helgi. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld
Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira