Þess vegna kvennafrí 25. október 2010 06:00 Konur eru helmingur mannskyns en eiga eitt prósent eigna heimsins. Áætlað er að konur vinni 2/3 hluta vinnustunda í heiminum. Að launum hljóta þær tíu prósent þeirra tekna sem aflað er. Heildarlaun kvenna á Íslandi eru samkvæmt tölum Hagstofunnar 66 prósent af heildarlaunum karla. Kynbundinn launamunur mælist meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hann er samkvæmt könnun Capacent frá þessu ári 9,9 prósent. Ofbeldi gegn konum er til muna algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna í heiminum en umferðarslys og sjúkdómurinn malaría eru samanlagt. Áætlað er að um 800.000 manneskjur séu seldar mansali á ári hverju í heiminum, flestar til kynlífsþrælkunar. Átta af hverjum tíu þeirra eru stúlkur og konur, þarf af um helmingur undir lögaldri. Talið er að ein kona af hverjum þremur hér á landi verði fyrir alvarlegu kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Þolendur kynferðisofbeldis mæta enn djúpstæðum fordómum sem meðal annars felast í því að leitað er að ástæðum glæpsins hjá þolanda hans fremur en að beina sjónum að gerandanum. Nærri þriðjungur ofbeldismanna sem voru ástæða þess að konur leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru fyrrum sambýlis- eða eiginmenn þeirra. Ógnin sem felst í ofbeldi í nánu sambandi getur því haldið áfram jafnvel löngu eftir að sambandi hefur verið slitið. 3,1 prósent íslenskra kvenna hafði leitað til Stígamóta vegna kynferðislegs ofbeldis sem þær höfðu verið beittar, frá stofnun samtakanna til ársloka 2009, eða í 20 ár. Rannsóknir sýna að fyrirtækjum þar sem bæði kyn skipa stjórn vegnar betur en þeim sem hafa á að skipa einkynja stjórnum. Samt eru nærri níu af hverjum tíu stjórnarmönnum í íslenskum fyrirtækjum karlar og algengast er að stjórnir fyrirtækja séu eingöngu skipaðar körlum. Þrátt fyrir að Ísland mælist með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum þá mælist í þeirri könnun mikið misræmi milli atvinnuþátttöku kvenna, sem hér á landi er með þeirri mestu sem þekkist í heiminum, og efnahagslegri þátttöku þeirra þar sem Ísland er í 18. sæti. Samkvæmt launakönnun SFR frá 2008 getur karl með grunnskólapróf vænst hærri launa en kona með háskólapróf. Allar umbætur sem orðið hafa á lífi og réttindum kvenna eru tilkomnar vegna samstöðu kvenna og þrotlausrar baráttu þeirra sjálfra. Þótt margir og mikilsverðir sigrar hafi unnist eru ástæðurnar fyrir því að konur fara í kvennafrí fjölmargar, bæði hér heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Þetta eru nokkrar ástæður þess að konur halda kvennafrí frá klukkan 14.25 í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Konur eru helmingur mannskyns en eiga eitt prósent eigna heimsins. Áætlað er að konur vinni 2/3 hluta vinnustunda í heiminum. Að launum hljóta þær tíu prósent þeirra tekna sem aflað er. Heildarlaun kvenna á Íslandi eru samkvæmt tölum Hagstofunnar 66 prósent af heildarlaunum karla. Kynbundinn launamunur mælist meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hann er samkvæmt könnun Capacent frá þessu ári 9,9 prósent. Ofbeldi gegn konum er til muna algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna í heiminum en umferðarslys og sjúkdómurinn malaría eru samanlagt. Áætlað er að um 800.000 manneskjur séu seldar mansali á ári hverju í heiminum, flestar til kynlífsþrælkunar. Átta af hverjum tíu þeirra eru stúlkur og konur, þarf af um helmingur undir lögaldri. Talið er að ein kona af hverjum þremur hér á landi verði fyrir alvarlegu kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Þolendur kynferðisofbeldis mæta enn djúpstæðum fordómum sem meðal annars felast í því að leitað er að ástæðum glæpsins hjá þolanda hans fremur en að beina sjónum að gerandanum. Nærri þriðjungur ofbeldismanna sem voru ástæða þess að konur leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru fyrrum sambýlis- eða eiginmenn þeirra. Ógnin sem felst í ofbeldi í nánu sambandi getur því haldið áfram jafnvel löngu eftir að sambandi hefur verið slitið. 3,1 prósent íslenskra kvenna hafði leitað til Stígamóta vegna kynferðislegs ofbeldis sem þær höfðu verið beittar, frá stofnun samtakanna til ársloka 2009, eða í 20 ár. Rannsóknir sýna að fyrirtækjum þar sem bæði kyn skipa stjórn vegnar betur en þeim sem hafa á að skipa einkynja stjórnum. Samt eru nærri níu af hverjum tíu stjórnarmönnum í íslenskum fyrirtækjum karlar og algengast er að stjórnir fyrirtækja séu eingöngu skipaðar körlum. Þrátt fyrir að Ísland mælist með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum þá mælist í þeirri könnun mikið misræmi milli atvinnuþátttöku kvenna, sem hér á landi er með þeirri mestu sem þekkist í heiminum, og efnahagslegri þátttöku þeirra þar sem Ísland er í 18. sæti. Samkvæmt launakönnun SFR frá 2008 getur karl með grunnskólapróf vænst hærri launa en kona með háskólapróf. Allar umbætur sem orðið hafa á lífi og réttindum kvenna eru tilkomnar vegna samstöðu kvenna og þrotlausrar baráttu þeirra sjálfra. Þótt margir og mikilsverðir sigrar hafi unnist eru ástæðurnar fyrir því að konur fara í kvennafrí fjölmargar, bæði hér heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Þetta eru nokkrar ástæður þess að konur halda kvennafrí frá klukkan 14.25 í dag.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun