Misvísandi viðbrögð Þorsteinn Pálsson skrifar 14. nóvember 2010 11:24 Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaálitinu um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, vinstriarmur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætisráðherra og dómsmálaráðherra frá því í október. Málið er þó ekki svo einfalt því fjármálaráðherra var varfærinn í yfirlýsingum. Sama má segja um varaformann Sjálfstæðisflokksins. Það er í samræmi við þá blönduðu leið sem nýjar efnahagstillögur flokksins gera ráð fyrir. Eftir fyrsta samráðsfund dró forsætisráðherra síðan í land varðandi almennar afskriftir. Næsta skref er að ríkisstjórnin leggi fram tillögu og leiti eftir breiðum stuðningi við hana. Mikilvægt er að sú lausn verði ekki slitin úr tengslum við efnahagsmarkmiðin í heild eins og þau eru sett fram í AGS-áætluninni. Einar K. Guðfinnsson tók stöðu AGS-áætlunarinnar til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í byrjun vikunnar. Af því tilefni staðfesti forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefði samþykkt gildandi áætlun í byrjun ágúst. Aftur á móti upplýsti Lilja Mósesdóttir að vinstriarmur VG vildi rjúfa samstarfið frá næstu mánaðamótum. Þetta sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta í eigin röðum fyrir grundvelli efnahagsstefnunnar sem endurnýjaður var með sérstakri samþykkt í ríkisstjórninni fyrir aðeins þremur mánuðum. Þess vegna vill ríkisstjórnin samstarf við stjórnarandstöðuna. Það samstarf er hins vegar marklaust nema það taki til markmiða AGS-áætlunarinnar í heild.Áhrif á önnur markmiðForsætisráðherra hefur mætt gagnrýni á aðgerðir í þágu heimilanna og á fjárlagafrumvarpið með endurteknum yfirlýsingum um breytingar á AGS-áætluninni sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst. Þau ummæli hljóta að hafa verið djúpt hugsuð því að öll frávik geta haft afdrifaríkar afleiðingar og hafa reyndar þegar gert það. Til marks þar um má nefna að Seðlabankinn upplýsti í síðustu viku að sá örlitli hagvöxtur sem í vændum er muni alfarið byggjast á einkaneyslu. Verðmætasköpun atvinnulífsins leggur þar ekkert til. Sveigjanleiki krónunnar hefur ekki dugað til að auka verðmætasköpun. Með öðrum orðum: Krónan er hvorki lausn til bráðabirgða né lengri tíma. Þetta þýðir áframhaldandi skuldasöfnun með venjulegum þrýstingi á krónuna. Stöðugleikinn í gengi krónunnar síðustu mánuði byggir í einu og öllu á höftunum og fjárhagslegri aðstoð AGS. Tilslökun í ríkisfjármálum gæti veikt þessa stöðu og kallað nýjan skuldavanda yfir heimilin. Markmiðið um að hverfa frá höftunum ræðst einnig af árangri í ríkisfjármálum og reyndar er óvist hvort það næst. Samstarfsverkefni efnahagsráðherra með bönkunum og atvinnulífinu um skuldahreinsun lítilla og meðalstórra fyrirtækja byggir á festu í peningamálum og ríkisfjármálum. Þá ráðast lánsfjármöguleikar orkufyrirtækjanna til nýrra framkvæmda einnig í ríkum mæli af stöðu ríkissjóðs. Stöðugleiki á vinnumarkaði veltur svo á stöðugleika krónunnar. Víst er að frávik frá markmiðum AGS í ríkisfjármálum færa landið fjær því að geta gerst aðili að evrópska myntbandalaginu. Þessi dæmi sýna að ekki er unnt að taka eitt viðfangsefni út úr heildarsamhenginu. Ganga verður út frá því að forsætisráðherra hafi á samráðsfundunum kynnt hugmyndir sínar um endurmat og þessa stöðu í heild sinni fyrir stjórnarandstöðuflokkunum. Ella væri samráðið leikaraskapur. Það merkilega er að ekkert af þessum þýðingarmiklu upplýsingum skuli hafa lekið út.Steingrímur, Bjarni, ÖssurKjarni málsins er sá að allar leiðir til að leysa skuldavanda heimilanna með frávikum frá efnahagsmarkmiðum AGS-áætlunarinnar, sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst, búa til meiri vanda og hættu á nýju gengisfalli og skuldaflóði. Óþol þjóðarinnar er afleiðing af því að ríkisstjórnin hefur ekki nægan skilning í eigin þingliði fyrir þessu sjónarmiði og virðist ráðvillt af þeim sökum. Þennan hnút má hins vegar leysa ef samráði verður breytt í samninga. Fjármálaráðherra vill fylgja áætlun AGS í ríkisfjármálum. Verkurinn er að hann hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim áformum óbreyttum. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill orkunýtingu, erlenda fjárfestingu, skattaráðstafanir til að örva atvinnulífið og sáttaniðurstöðuna í sjávarútvegi en hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim sjónarmiðum. Utanríkisráðherra vill nýja mynt en hefur ekki þingmeirihluta til að ljúka samningum við Evrópusambandið. Ef þessir þrír áhrifaríku forystumenn Alþingis væru reiðubúnir til að styðja málefni hvers annars væri Íslandi borgið. Enginn veit hvort vilji þeirra stendur til þess. Hitt er ljóst að ekkert slíkt getur gerst nema á grundvelli jafnra áhrifa og jafnrar ábyrgðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaálitinu um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, vinstriarmur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætisráðherra og dómsmálaráðherra frá því í október. Málið er þó ekki svo einfalt því fjármálaráðherra var varfærinn í yfirlýsingum. Sama má segja um varaformann Sjálfstæðisflokksins. Það er í samræmi við þá blönduðu leið sem nýjar efnahagstillögur flokksins gera ráð fyrir. Eftir fyrsta samráðsfund dró forsætisráðherra síðan í land varðandi almennar afskriftir. Næsta skref er að ríkisstjórnin leggi fram tillögu og leiti eftir breiðum stuðningi við hana. Mikilvægt er að sú lausn verði ekki slitin úr tengslum við efnahagsmarkmiðin í heild eins og þau eru sett fram í AGS-áætluninni. Einar K. Guðfinnsson tók stöðu AGS-áætlunarinnar til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í byrjun vikunnar. Af því tilefni staðfesti forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefði samþykkt gildandi áætlun í byrjun ágúst. Aftur á móti upplýsti Lilja Mósesdóttir að vinstriarmur VG vildi rjúfa samstarfið frá næstu mánaðamótum. Þetta sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta í eigin röðum fyrir grundvelli efnahagsstefnunnar sem endurnýjaður var með sérstakri samþykkt í ríkisstjórninni fyrir aðeins þremur mánuðum. Þess vegna vill ríkisstjórnin samstarf við stjórnarandstöðuna. Það samstarf er hins vegar marklaust nema það taki til markmiða AGS-áætlunarinnar í heild.Áhrif á önnur markmiðForsætisráðherra hefur mætt gagnrýni á aðgerðir í þágu heimilanna og á fjárlagafrumvarpið með endurteknum yfirlýsingum um breytingar á AGS-áætluninni sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst. Þau ummæli hljóta að hafa verið djúpt hugsuð því að öll frávik geta haft afdrifaríkar afleiðingar og hafa reyndar þegar gert það. Til marks þar um má nefna að Seðlabankinn upplýsti í síðustu viku að sá örlitli hagvöxtur sem í vændum er muni alfarið byggjast á einkaneyslu. Verðmætasköpun atvinnulífsins leggur þar ekkert til. Sveigjanleiki krónunnar hefur ekki dugað til að auka verðmætasköpun. Með öðrum orðum: Krónan er hvorki lausn til bráðabirgða né lengri tíma. Þetta þýðir áframhaldandi skuldasöfnun með venjulegum þrýstingi á krónuna. Stöðugleikinn í gengi krónunnar síðustu mánuði byggir í einu og öllu á höftunum og fjárhagslegri aðstoð AGS. Tilslökun í ríkisfjármálum gæti veikt þessa stöðu og kallað nýjan skuldavanda yfir heimilin. Markmiðið um að hverfa frá höftunum ræðst einnig af árangri í ríkisfjármálum og reyndar er óvist hvort það næst. Samstarfsverkefni efnahagsráðherra með bönkunum og atvinnulífinu um skuldahreinsun lítilla og meðalstórra fyrirtækja byggir á festu í peningamálum og ríkisfjármálum. Þá ráðast lánsfjármöguleikar orkufyrirtækjanna til nýrra framkvæmda einnig í ríkum mæli af stöðu ríkissjóðs. Stöðugleiki á vinnumarkaði veltur svo á stöðugleika krónunnar. Víst er að frávik frá markmiðum AGS í ríkisfjármálum færa landið fjær því að geta gerst aðili að evrópska myntbandalaginu. Þessi dæmi sýna að ekki er unnt að taka eitt viðfangsefni út úr heildarsamhenginu. Ganga verður út frá því að forsætisráðherra hafi á samráðsfundunum kynnt hugmyndir sínar um endurmat og þessa stöðu í heild sinni fyrir stjórnarandstöðuflokkunum. Ella væri samráðið leikaraskapur. Það merkilega er að ekkert af þessum þýðingarmiklu upplýsingum skuli hafa lekið út.Steingrímur, Bjarni, ÖssurKjarni málsins er sá að allar leiðir til að leysa skuldavanda heimilanna með frávikum frá efnahagsmarkmiðum AGS-áætlunarinnar, sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst, búa til meiri vanda og hættu á nýju gengisfalli og skuldaflóði. Óþol þjóðarinnar er afleiðing af því að ríkisstjórnin hefur ekki nægan skilning í eigin þingliði fyrir þessu sjónarmiði og virðist ráðvillt af þeim sökum. Þennan hnút má hins vegar leysa ef samráði verður breytt í samninga. Fjármálaráðherra vill fylgja áætlun AGS í ríkisfjármálum. Verkurinn er að hann hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim áformum óbreyttum. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill orkunýtingu, erlenda fjárfestingu, skattaráðstafanir til að örva atvinnulífið og sáttaniðurstöðuna í sjávarútvegi en hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeim sjónarmiðum. Utanríkisráðherra vill nýja mynt en hefur ekki þingmeirihluta til að ljúka samningum við Evrópusambandið. Ef þessir þrír áhrifaríku forystumenn Alþingis væru reiðubúnir til að styðja málefni hvers annars væri Íslandi borgið. Enginn veit hvort vilji þeirra stendur til þess. Hitt er ljóst að ekkert slíkt getur gerst nema á grundvelli jafnra áhrifa og jafnrar ábyrgðar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun