Þingið svipti flesta brotaþola bótunum 7. október 2010 06:00 Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira