Feldberg órafmögnuð í íslenskri ljósmyndabúð í London 6. maí 2010 08:00 Hljómsveitin Feldberg spilaði í ljósmyndaverslun Höddu Hreiðarsdóttur í Soho-hverfinu í London. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira