Siv ætlar að segja já við Icesave samningnum Boði Logason skrifar 27. febrúar 2011 16:42 Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum. Icesave Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
„Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum.
Icesave Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira