Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2011 16:00 Jack Nicklaus hefur hannað fjölmarga golfvelli á síðustu áratugum. Nordic Photos/Getty Images Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira