Dýrkeypt klúður - milljarða keppnissundlaug reyndist of stutt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. mars 2011 14:45 Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Nordic Photos/Getty Images Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Ýmis æfingamannvirki hafa einnig verið byggð víðsvegar um landið og þar má nefna glæsilega æfinga – og keppnissundlaug í Portsmouth. Sundlaugarmannvirkið kostaði bæjarfélagið um 1 milljarð kr. en stór mistök voru gerð við hönnunina. Sundlaugin er of stutt og ekki er hægt að nota hátækni tímatökubúnað í sundlauginni . Það eru því litlar líkur á því að bestu sundmenn heims flykkist til Portsmouth til æfinga og keppni – eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Málið hefur vakið athygli því laugin átti að vera í hæsta gæðaflokki og jafnast á við það besta sem gerist í heiminum. Nú er hinsvegar ljóst að laugin verður ekki notuð sem „alvöru" keppnislaug þar sem að ekki var gert ráð fyrir að koma fyrir tímatökubúnaðinum við sundlaugarbakkann. Hönnuðir laugarinnar gleymdu að gera ráð fyrir því að laugin styttist um 5 sm. þegar tímatökubúnaðurinn er settur upp. Sveitastjórnin sem stóð að byggingunni hefur verið harðlega gagnrýnd af minnihlutanum og er ljóst að fá met verða sett í lauginni í framtíðinni. Enda aðeins hægt að nota gamaldags handtímatöku á sundlaugarbakkanum – og slík tímamæling uppfyllir ekki kröfur nútímans. Það bendir því allt til þess að sundlaugin verði að mestu notuð af almenningi en keppnisfólkið á ekki eftir að streyma til Portsmouth til þess að bæta tímana sína. Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Ýmis æfingamannvirki hafa einnig verið byggð víðsvegar um landið og þar má nefna glæsilega æfinga – og keppnissundlaug í Portsmouth. Sundlaugarmannvirkið kostaði bæjarfélagið um 1 milljarð kr. en stór mistök voru gerð við hönnunina. Sundlaugin er of stutt og ekki er hægt að nota hátækni tímatökubúnað í sundlauginni . Það eru því litlar líkur á því að bestu sundmenn heims flykkist til Portsmouth til æfinga og keppni – eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Málið hefur vakið athygli því laugin átti að vera í hæsta gæðaflokki og jafnast á við það besta sem gerist í heiminum. Nú er hinsvegar ljóst að laugin verður ekki notuð sem „alvöru" keppnislaug þar sem að ekki var gert ráð fyrir að koma fyrir tímatökubúnaðinum við sundlaugarbakkann. Hönnuðir laugarinnar gleymdu að gera ráð fyrir því að laugin styttist um 5 sm. þegar tímatökubúnaðurinn er settur upp. Sveitastjórnin sem stóð að byggingunni hefur verið harðlega gagnrýnd af minnihlutanum og er ljóst að fá met verða sett í lauginni í framtíðinni. Enda aðeins hægt að nota gamaldags handtímatöku á sundlaugarbakkanum – og slík tímamæling uppfyllir ekki kröfur nútímans. Það bendir því allt til þess að sundlaugin verði að mestu notuð af almenningi en keppnisfólkið á ekki eftir að streyma til Portsmouth til þess að bæta tímana sína.
Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira