Björgólfur Thor kýs ekki um Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2011 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira